15 janúar 2008

Útlendingana burt!

Jess! Við virðumst vera á góðri leið!

Að sögn rannsóknarstjórans, Þórodds Bjarnasonar prófessors í félagsfræði við HA, eru unglingar af erlendum uppruna t.d. þunglyndari og hafa verri sjálfsmynd. “Þau verða einnig fyrir mun meira einelti en aðrir og eru líka mun ólíklegri til að stefna á stúdentspróf,” bendir hann á.” “Það er ekki að undra að flest þeirra líta ekki á sig sem Íslendinga og ríflega fjórðungur þeirra hyggst flytja af landi brott fyrir fullt og allt þegar þau verða fullorðin.””

Morgunblaðið 14. janúar 2008


Í fyrsta lagi (og flestum finnst þetta kannski of langt gengið hjá mér), hver segir að við eigum þetta land frekar en aðrir? Við unnum ekkert fyrir því, við bara fæddumst!

Mikið rosalega heyrist mér Íslendingar oft eiga erfitt með að rEYna að pRóFa að setja sig í spor annarra.

Ég skil að Íslendingar séu á móti þróununni. Íslenska skal töluð á Íslandi. Ég skil að fólk sé ósátt með að vinna á vinnustað þar sem samverkamennirnir kunna ekki orð í íslensku, jafnvel í aðstæðum þar sem það getur verið lífsspursmál. En ég sé ekki að það sé hægt að kenna frk. Daniellu um það.


“Þegar ég fer til annars lands reyni ég að læra tungumálið”

Íslendingar hópa sig saman hvert sem þeir fara. Læra þeir tungumálið? Aðlagast þeir? Örugglega margfalt oftar en Pólverjar á Íslandi, en Íslendingar fara annað í ævintýraþrá. Þeir leggja af stað í þeim tilgangi að læra tungumál og kynnast öðrum menningarheimi, ekki af þörf.

Ég held það sé ekki áralangur draumur Pólverja að fara frá fjölskyldu sinni og vinna í fiski á Íslandi. Þeirra draumur er að eignast bærilegra líf, sem peningar í okkar heimi virðast ráða miklu um. Að aðlagast Íslendingum, íslenskum menningarheimi... Auðvitað er það aukaatriði.

Það er svo víst til fólk sem vill aðlagast... En því er ekki gert það auðvelt. Aðstoð við útlendinga, s.s. íslenskukennsla er ekki með besta móti. Íslendingar eru svo ekki þekktir fyrir að vera neitt sérstaklega opnir og vinarlegir...

...Kannski við fræga Bandaríkjamenn. Pólverja? Þeir eru náttúrulega í frekar hallærislegum fötum...


Mér finnst barmmerkja átakið jákvætt.

6 ummæli:

Hættulega viðkunnanlegur sagði...

Áhugaverðar pælingar hjá þér, ekki frá því að þú hafir eitthvað fyrir þér í þessu!

Kveðja til Tógó!

Hafdis Sunna sagði...

Já, nokkuð til í þessu, sammála þér í mörgu, þú ert svo vel hugsandi.

Jæja, nú fer að styttast í Tógó. Svo frábært að það sé að bresta á, hlakka til að heyra fréttir af því.

Og annað, gettu hvað?!! Stína systir þín er umsjónarkennari Hermanns frænda!!! Hún sagði honum einmitt að hún þekkti Kristinn frænda hans á Ísafirði. Hermanni fannst þetta nú heldur betur merkilegt, enda gerist þetta ábyggilega ekki oft hjá svona RVKpúkum.

Nafnlaus sagði...

oh...veistu Olga, ég dauðsakna þín og þinns þankagangs... :)
Svo sammála þér..! Hvar er ekki hægt að finna íslendingafélög í heiminum??
Annars bíð ég eftir samtalinu góða ;)
kv. Eva

Unknown sagði...

Takk fyrir fínar áminningar Olga mín, nú ætla ég sko að muna að vera duglegri að spjalla við frábæra erlenda samstarfsfólkið :)
Hlakka rosalega til að sjá þig áður en þú ferð til barnanna í Tógó.

Regin sagði...

Þetta verður öðruvísi þegar Ísland er farið á hausinn og við öll að sækjast eftir vinnu til Póllands :P

Jakob

Nafnlaus sagði...

Takk Jón Smári :)

Sunna: :) Allavega erum við alltaf sammála um það sem máli skiptir held ég ;) hey og já, fyndið með Hermann! Liltalitla Ísland!

Eva: ég sakna þín! Rannsóknarverkefni á Vestfjörðum? Já já já! ;) ódýr leiga og Costa Rica fílingur, nema bara á Íslandi. Kári hlýtur að finna e-ð að mynda ;) + já, hringi aftur þegar ég verð að fríka út ;) hehe

Stína: það er eiginlega eins og þú þurfir ekki einu sinni að vanda þig... það bara rennur af þér góðmennskan, alltaf :) Hlakka til að sjá þig!

Jakob: HAAHahaha, já vá, góður punktur! ;)