07 janúar 2008

Lome s'il vous plait

Eftir viku verð ég hætt að vinna. Þá verð ég byrjuð að pakka og á leiðinni til Akureyrar, Reykjavíkur, Parísar og Lome. Ég er pínu stressuð, en ég er meira spennt.


Pælingar úr nýlegum samræðum:
Það eru allir komnir með ógeð á mörgum svona baráttumálum... Eins og kvenréttindabaráttu og umhverfisvernd. Komnir með ógeð á fólki sem labbar um í lopapeysum með skilti, umræðum um bleik og blá föt á fæðingardeildinni, mótmælendum sem handjárna sig við vinnutæki... Margir eru líka orðnir ónæmir fyrir fólki í UNICEF bolum og myndum af grátandi, sveltandi börnum...

... Skiljanlega.

Spáið samt í því hvað það er HRÆÐILEGT!

Þetta eru mikilvæg baráttumál en vegna öfgafólks, jahh, og tregðu til að gera eitthvað í málunum eru allir orðnir yfirþyrmandi þreyttir á málefnunum. Ég held að ef við stæðum aðeins nær værum við ekki jafn skeytingarlaus.

Ef "hinn aðilinn" fengið starfið sem þú áttir rétt á bara vegna kyns...
Ef við þyrftum að ganga með grímu á leiðinni í vinnuna...
Ef við heyrðum í börnum gramsa í ruslinu okkar á meðan við borðuðum morgunmat...


Jæja, alltaf er ég jafn dramatísk. Að öðru...


Árið 2008 finnst mér lofa góðu. Svaka góðu!
Útskriftir hjá sumum og upphaf framhaldsnáms hjá öðrum, ævintýri! Lítið fallegt barn mun koma í vinkonuhópinn (nema fleiri ætli að koma á óvart), gleði... Ég vona fullt af gleði :) takk fyrir allt gamalt.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

mér finnst stundum of mikil ábyrgð lögð á fólk. það væri einfaldara ef allt sem þyrfti til að bjarga málunum væri

"save the cheerleader, save the world"

hlakka til að fá þig í spjall og með því...

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir jólanóttina góðu..sakna þín nú þegar og á eftir að dauðsakna þín þegar þú ferð til Akureyrar...
kv. Kári

Nafnlaus sagði...

Óli: Haha já, það væri einfaldara! Of mikil ábyrgð lögð á fólk.. Jaaá.. Ég er kannski stundum dálítið stóryrt, en aðallega því mér finnst fólk ekki hugsa út í að það beri nokkra nohookkkRa ábyrgð.

Er jafn slæmt að leggja í einelti og standa hjá og stoppa ekki einelti?

Jafn slæmt? Kannski ekki, en bæði slæmt?

Kannski er ekki rétt að benda á "skyldurnar" sem fólk er ekki að framfylgja, heldur betra að benda á það góða sem fólk getur gert.

1000kr. á mánuði í þróunaraðstoð... Þú ert ekki að drepa neinn ef þú gerir það ekki, en þú GETUR, bjargað mannslífi. Engin ábyrgð er á þér, en þú hefur möguleika á að gera fullt gott.

Nokkuð viss um að bæði gefandi og þyggjandi verði hamingjusamari fyrir vikið.

Hehe, þetta er orðið pínu langt. Kaffi og spjall, betra :)

Kári: ??? Þú ert ágætur. Ég sakna þín líka Kári minn.