21 nóvember 2007

Haustferðin


Álaborg

Sunna klikkar ekki, aldrei.
Ég kom loksins á heimilið hennar Sunnu og fékk að sjá lífið sem ég hef aðeins upplifað í gegnum síma síðustu ár. Flott heimili, flottur skóli, skemmtilegt og gott fólk... Spandex fest!

Designdeildin lætur ekki hanka sig á búningunum


Rétt náði flugvélinni aftur frá Álaborg. Efast um að ég hefði grátið hefði ég misst af henni.


Trondheim
Það tók sinn tíma að komast frá Álaborg til Trondheim, en vel þess virði.

Flottur skóli? Þarna hinkruðum við Dóróthea eftir að Magni væri búinn í tíma


Flottur veitingastaður? Veitingarstaðurinn snérist hægt í hring svo maður fengi að njóta útsýnisins yfir allan bæinn (líkt og í Perlunni, nema námsmenn geta leyft sér að borða þarna). Mér fannst þetta ferlega sniðugt, þó ég hafi fljótt orðið áttavillt. Æji, ljósa hárið á til að segja til sín.

Ég sofnaði brosandi og andlega endurnærð eftir Trondheimferðina.


Oslo
Endaði hjá Evu og Kára

Ég fór með Evu á elliheimilið þar sem hún vinnur og tók þátt í “íslenskum degi”. Hálf-klunnaleg aðstoðaði ég Evu við baksturinn, en handtök mín í eldhúsinu leiðréttu fljótlega þann tungumálamisskilning sem upp hafði komið: Ég vinn í bakaríi við að SELJA brauð, ég er ekki bakari og hef ekki konditori skírteini! Hahaha...


Soðbrauðið vakti ánægju heimilismanna... Ég ætti kannski bara að gerast bakari! Hér bregður einn heimilsmaður á leik og styllir sér upp fyrir myndartökuna. Þessi sami bauð okkur stöllum svo upp í dans. Ekki var nú hægt að afþakka það!

“Age is a state of mind”


Græna þruman gaf sig síðasta kvöldið mitt. Eftir að hafa ýtt henni fjórum sinnum í gang vorum við komin nógu langt til að ýta henni heim. Myndin var tekin rétt fyrir hrakfarirnar og eins og geislandi gleðin og súpermanpósa Kára sýna, lá enginn grunur um hvað væri í vændum. Úffpúff. Vona að þið bjargið ykkur án græna.


Ísafjörður

Takk fyrir mig elsku vinir! Vona að við verðum aðeins nær í framtíðinni, þó vissulega bjóði þetta fyrirkomulag upp á ýmis ævintýri :)

******

Samkvæmt UNHDI (mælikvarða Sameinuðu þjóðanna) er best að búa í Noregi. Nú skal ég ekki fullyrða, hef aldrei búið þar, og alls staðar má ýmislegt bæta, en mér finnst það nokkuð trúverðug staðhæfing. Í Noregi er nóg til af öllu, en fólk virðist samt ekki vera að mihissa sig í neyslu og stressi.

Fólk gengur og hjólar í vinnu og skóla og það tekur með sér nesti, í stað þess að kaupa hamborgara og kók í dós í hverju hádegi. Náttúra Noregs er mögnuð og Norðmenn virðast vera mjög framarlega hvað varðar umhverfismál. Búðir eru lokaðar á sunnudögum og fólk vinnur almennt ekki yfirvinnu. Ætli það eyði ekki bara smá tíma með vinum sínum og fjölskyldu? Kannski einhverjir viti hvað hamingja er?


Íslendingar halda enn að hún snúist um stærra sjónvarp.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Takk kærlega fyrir komuna.
Súber gaman að fá gest og sérstaklega svona skemmtilegan ;)

Ragga sagði...

Velkomin heim eftir allt þetta skemmtilega upplivelsi!
Draumaferðalag á draumastað - af lýsingunni að dæma. Ég væri til í að upplifa þennan lífsstíl í "aksjón"

Kv. Ragga :)

Nafnlaus sagði...

Takk kærlega fyrir komuna skvís. Þetta var alveg magnað :)
kv. Eva

Olga sagði...

:)

takk

Já sammála Ragnheiður... Þar sem maður er ekki e-ð undarlegt frávik sé maður að reyna að vera heilbrigður ;)

Í fréttunum í gær kom fram að Íslendingar væru feitastir af Norðurlandabúum... Sýnist Ísland ætla að verða að litlum Bandaríkjum.