06 nóvember 2007

Morgunkorn úr heilum próteinríkum höfrum

Það er orðið of langt síðan ég fékk mér Cheerios! Skemmtilegt að lesa orð dagsins í byrjun dags...

„Að vera fullkomlega einlægur við sjálfan sig er góð æfing“ – Sigmund Freud

„Sá sem hefur ekki ímyndunarafl getur ekki flogið“ – Muhammed Ali

„Hamingjan er undir okkur sjálfum komin“ – Aristóteles

Algjörlega ein af þessum setningum sem er ofnotuð og orðin merkingalaus, en svO sönn.

„Hinn vitrari vægir“ – Snorri Sturluson

Hættið að segja að ég sé aumingi fyrir að rífast ekki fram í rauðan dauðann... Hinn vitrari vægir! ;)

„Dveldu ekki í fortíðinni, láttu þig ekki dreyma um framtíðina, einbeittu þér að augnablikinu“ – Buddha

Hversu einfalt væri lífið ef maður aðeins gæti lifað eftir svona fáorða heilræðum...

„Þetta ferðalag verður sannkallaður fegrunarkúr fyrir mig. Ég verð freknóttari og fallegri en nokkurn tíma fyrr. Með þessu áframhaldi verð ég hreint og beint ómótstæðileg“ – Lína Langsokkur :)

„Maðurinn er eina dýrið sem roðnar og hefur ástæðu til þess“ – Mark Twain

Haha, þessi finnst mér góð.

Morgunkorn og kærleikskorn – allt í sama pakka! Það má með sönnu segja að Cheerios sé næring fyrir líkama og sál!


Er þessa stundina hjá uppáhalds systur minni...


...svo er bara Danmörk á morgun! :D

6 ummæli:

Hildur Sólveig sagði...

Þú stendur þig vel Olga mín! Svo æjilega fróð! Góða skemmtun í Danaveldinu á morgun!! Annars allt gott að frétta. Knús og kram!

Nafnlaus sagði...

Hafrahringir Olga mín, ekki cheerios ;)
... og já, hafrahringjabolur.

Þetta var það sem mér fannst mest skrítið við þig þegar við kynntumst fyrst. hAHaHA!

Ragga sagði...

Ég á annað orð yfir Cheerios sem þú munt fíla..."Kátínur" :D

Góða skemmtun í Danmörku og hafðu það alveg svakalega gott !!

Nafnlaus sagði...

:)

Hafrahringjabolur! HAhahaha!

Kátínur hef ég ekki heyrt! Það finnst mér skemmtilegt orð ;)

Hef það glimrandi gott í útlöndum

Nafnlaus sagði...

Ég held það sé kominn tími á nýtt blogg ;)

P.S. Vissi ekki að systir þín spilaði á fiðlu! :)

Nafnlaus sagði...

:)

Núúhh, þú hefur ekki heyrt systrakonsertana okkar s.s.! ;)