14 september 2007

Góðverk dagsins

Í gær komu tveir strákar í bakaríið, um 7 ára, óttalega grallaralegir. Þeir spurðu hvort við seldum ekki eitthvað ókeypis, nú eða fyrir tíkall? Annar bauðst til að selja fötin sín fyrir kringlu.

Það var ógeðslegt veður í gær og ég gat ekki annað en fundið til með þeim. Þeir suðuðu og suðuðu um kringlu og þó svo ég vildi ekki gefa þeim þau skilaboð að þeir gætu komið hvenær sem er og fengið ókeypis kringlu, endaði með því að ég bugaðist. Ég fann kringlu sem var ljót í laginu og “seldi” þeim, fyrir tíkall.

Mjög rólegt var í bakaríinu svo ég naut þess bara að hafa félagsskap. Strákarnir lýstu fyrir mér skóladeginum og börðust svo hetjulega á búðargólfinu með pappírsóróum. Ég fylgdist með þeim með bros á vör, sátt með góðverk dagsins, þrátt fyrir “Hróa hattar braginn”.

Það kom að því að strákarnir hugsuðu sér til hreyfings. Þegar þeir gengu loks út um útidyrnar aftur út í kuldann heyrði ég á eftir þeim:

“Komum nú í hitt bakaríið!”

4 ummæli:

Ragga sagði...

Hahaha!! Grallarar ;)

Hafdis Sunna sagði...

HAHA, góð saga!

Hafdis Sunna sagði...

HAHA, góð saga!

Nafnlaus sagði...

flottir á því...talandi um að redda sér ;)
kv. Eva