...I'm leaving today...
Fyrsti dagurinn minn í Háskólanum á Akureyri var í Þingvallarstræti. Ég man ég var í grænu hettupeysunni minni. Ég man líka að þegar ég labbaði heim eftir daginn, þá fékk ég svona “uppgötvunartilfinningu” (sjá fyrra blogg ;)) um að ég gæti gert hvað sem ég vildi. Dálítið undarlegt þar sem ég var þarna að binda mig í þriggja ára nám. En það auðvitað þýddi bara að ég hafði valið einn af þessum óendanlegu valkostum. Og ekki sé ég eftir því.
Ótrúlegt hvað margt getur breyst ... á bara 3 árum! Og góð tilfinning að sjá ekki eftir neinu heldur fljúga burt með fullt af góðum minningum og lærdóm... og BA-gráðu.
Lokaspretturinn er núna. Útskrift er 9. júní.
...og þá get ég gert hvað sem ég vil. Þá er bara að vinna sér inn pening og nota hugmyndaflugið.
Ótrúlegt hvað margt getur breyst ... á bara 3 árum! Og góð tilfinning að sjá ekki eftir neinu heldur fljúga burt með fullt af góðum minningum og lærdóm... og BA-gráðu.
Lokaspretturinn er núna. Útskrift er 9. júní.
...og þá get ég gert hvað sem ég vil. Þá er bara að vinna sér inn pening og nota hugmyndaflugið.
Smá myndasería :)
Elsku svarta kortið
:)
Krullur ó krullur, hvert hafið þér farið?
Áfanginn "Rannsóknarverkefni II"
Hvað er betra en holl hreyfing í góðu veðri, hjólatúrar og fjallgöngur
Love is in the air...
Já, sko alveg fullt af ást!
Haha - aldrei leggja af stað í stórferðalag með einhverjum sem þið þekkið l ítið.
Ég verð svo gróflega að fara að fá mér hávaxnari vini
9 ummæli:
ahahahahahhahahahaha
Já hvað er betra en góður hjólatúr, fjallganga og holl hreyfing í góðu veðri..?!?! ahahahahahahahhahaha
Skemmtilegt blogg stelpa :)
kv. Eva
já sjitt hvað þessi 3 ár voru fljót að líða! Manni fannst maður vera búin að plana svooo langt fram í tímann með því að ákveða að eyða næstu 3 árum á Akureyri. En svo heyrðist bara hviss bang búmm og þau voru búin!
Gangi þér vel á lokasprettinum;)
ohhh...en yndislegt ferðalag þessi 3 ár þín í skólanum :)
Ég hlakka svo mikið til að fylgjast með þér í framtíðinni og sjá hvert þinn yndislegi hugur leiðir þig...það er sko ekkert sem þú getur ekki gert ef þig langar til að gera það, það er ég viss um.
Þinn bráðum fyrrverandi meðleigjandi!
Oh, en frábært! Ég kemst bara í gott skap á að lesa þetta. :)
Til hamingju, til hamingju!
Takk fyrir árin þrjú Olga mín, þau voru ekki lengi að líða, mér finnst ég nýbyrjuð...
Gangi þér vel á morgun í þessu yndislega prófi
æææ þetta var ég Þura
Eva: híhíhí - eintóm gleði! En ferlega var samt gaman hjá okkur. Stundum á maður samt greinilega að þegja frekar en að reyna að vera jákvæður, samanber: "hugsaðu bara, nú ertu alveg eins og innfæddir, þeir eru alltaf berfættir - kúl!" Þú varst greinilega ekki "gone native".
Elsa: juuuu já! Ótrúlegt! En það er líka ágætt að klára: PARTYPARTY systir kær! ;D
Ragnheiður: "bráðum fyrrverandi meðleigandi" - það er samt EKKERT skemmtilegt :( en jú framtíðin er spennandi og skemmtileg. Ég hlakka sko líka til að fylgjast með þér :) við finnum svo út e-ð ráðabrugg til að bjarga heiminum ;)
Hrönn: :) :) takk + takk fyrir "spjallið" í gær - þú ert náttla algjör snillingur!
Þura: mín kæra kæra! Þakka ÞÉR! :) og ... *hóst* með prófið blessað.
Nei, alls ekki NEITT :(
En ráðabrugg...ég er sko til í svoleiðis með þér :)
Ps: fréttirðu e-ð í gær??
:)
En nei, heyrði ekkert! Hmmmm :/
Skrifa ummæli