16 maí 2007

Að Engjavegi 11

Tími var kominn á að taka til í gömlu skóladóti, sortera og henda.

Ó mæ, er ég búin að skemmta mér VEL! ;D

Ég hef m.a. verið að skoða gamlar ritgerðir um hitt og þetta... Galíleó Galílei, Vatnsenda-Rósu, John Locke... Ýmis verkefni sem við Kristín gerðum saman t.d. um tvíburarannsóknir og "samskipti án orða". Allt saman ferlega áhugavert. Sérstaklega áhugaverðar finnst mér þó ritgerðir frá síðustu önnum menntaskólans, ein um trúarbrögð og ein um sígauna. Best af ÖLLUM er samt ritgerð um pýramída sem ég skrifaði 13 ára. Ég ætla að deila með ykkur inngangnum:

Inngangur
Ég valdi að skrifa um pýramídana, að sjálfsögðu, vegna þess að ég taldi að það væri léttast. Mér finnst þeir líka bara mjög flott fyrirbæri, og mig langar að fræðast meira um þá, líka vegna þess hvað það er ótrúlegt hvernig þeir gátu verið byggðir fyrir svona löngum tíma með svona lítilli tækni.
Ég hef verið í smá vandræðum að finna heimildir, vegna þess að svo fáar bækur voru inni á bókasafninu, en ég vona að sjálfsögðu að þetta hafi sloppið.



Í ritgerðinni notaði ég 2 heimildir, og undir heimildaskrána hafði ég skrifað með blýanti "ég hafði engan tíma til að gera footnote dótið".

Hahaha það er allavega gott að sjá að maður hefur eitthvað lært síðan ;)

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

b

Nafnlaus sagði...

b

Nafnlaus sagði...

Æji sry smá tæknivesen....:) ohhhh ekki amalegt að vera búin að næla sér í eina gráðu... hmmm ekki slæmt það ;) congrats :) hehe flott sem þú skrifaði, kemur mér ekki á óvart,algjör spekingur hehe :)æhhh bömmer að geta ekkert hangið með þér eitthvað í sumar.... hilsen Alma :o)

Nafnlaus sagði...

HAHAHHAA, brill inngangur! "Ég hef verið í smá vandræðum að finna heimildir, vegna þess að svo fáar bækur voru inni á bókasafninu, en ég vona að sjálfsögðu að þetta hafi sloppið".

Ragga sagði...

Hehe...æði þetta með foot notið!! :D Maður var svo innilega hreinskilinn þegar maður var að taka sín fyrstu skref í ritgerðarsmíð. Ég man að ég skrifaði einhvern tíma e-ð á þá leið að ég væri afar fegin að þessari ritgerð væri lokið og að ég hefði lært afar fátt af því að gera hana ;)

Nafnlaus sagði...

Hahaha! Rámar mig ekki í eitthvað svona footnote vesen, allavega man ég að Sunna var alltaf rosa klár í að gera svona footnote dæmi og allt var alltaf miklu flottara og betur gert hjá henni.... haha.

Nafnlaus sagði...

Haha já maður var svo mikill kjáni. Og já vá, Sunna var sko ótrúlega klár á tölvur! Ég var einmitt að finna gömul bréf frá Mexikó... Þá voruð þið alltaf að tala saman á ircinu, ég var ekkert með svoleiðis, tótalí leim! En ég fékk tölvupóst sendann á inga@fvi.is ;)

Ragnheiður góð!! Hahhaha ;)

Alma - sjáum til hvort ég allavega KÍKI ekki norður :)

Nafnlaus sagði...

bíddu á maður ekki að gera eins og þú gerðir ég skilaði B.A. verkefninu mínu svona;) hilsen Þura

Olga sagði...

Haha, þá færðu sko 10! ;)