Alltaf er ég að uppgötva frekar, og ég meina uppgötva hvað náttúran er mögnuð.
Við Ragnheiður meðleigandi töluðum um þetta um daginn. Hvernig eitthvað sem við heyrum eða segjum, jafnvel daglega, eins og að “njóta augnabliksins” (bara dæmi) allt í einu fær merkingu. Hvernig allt í einu uppgötvar maður merkingu orðanna svo ótrúlega sterkt að þegar maður svo notar orðin, segir: “maður verður að njóta augnabliksins” langar mann helst að öskra framan í fólk, nei, þú skilur ekki!!!! Maður á að njóta augnabliksins!!!!! (og fólk horfir á mann eins og fimm ára barn, já Olga mín, maður á að njóta augnabliksins, það er satt).
Ohh svona er dagurinn í dag búinn að vera. Sit uppi á hótelherbergi í Tromsö eftir magnaðan dag. Við Brynjar bekkjarbróðir fengum að koma hingað á fund með kennaranum okkar í sambandið við námið.
Það er bara ótrúlegt að koma hingað og heyra raddir frumbyggja, heyra hvernig okkar lifnaðarhættir, okkar mengandi lifnaðarhættir eru að eyðileggja lifnaðarhætti fólks sem hefur alla tíð lifað í sátt við náttúruna og komið fram við hana af virðingu. Það er ósanngjarnt. Ég skal bæta mína lifnaðarhætti. Í alvörunni, hugsum hvað við erum að gera! Pikkið í mig, nei, skjótið mig í hendina, ef þig sjáið mig gera eitthvað algjörlega í tillitsleysi við náttúruna. Ég spái almennt ekkert í þetta... En það er kominn tími til.
Náttúran er svo mögnuð! Njótum hennar og göngum vel um hana. Njótum þess “litla”. Það eru svo mikil forréttindi að fá að læra, njótum þess. Njótum augnabliksins.
Og hjálpum bágstöddum svo þeir fái tækifæri til þess að njóta líka.
Ég á bókað eftir að eyða þessari færslu um leið og ég róast niður. En Olga í ham kveður að sinni.
Annars mæli ég með Háskólanum á Akureyri.
Hahaha :)
Við Ragnheiður meðleigandi töluðum um þetta um daginn. Hvernig eitthvað sem við heyrum eða segjum, jafnvel daglega, eins og að “njóta augnabliksins” (bara dæmi) allt í einu fær merkingu. Hvernig allt í einu uppgötvar maður merkingu orðanna svo ótrúlega sterkt að þegar maður svo notar orðin, segir: “maður verður að njóta augnabliksins” langar mann helst að öskra framan í fólk, nei, þú skilur ekki!!!! Maður á að njóta augnabliksins!!!!! (og fólk horfir á mann eins og fimm ára barn, já Olga mín, maður á að njóta augnabliksins, það er satt).
Ohh svona er dagurinn í dag búinn að vera. Sit uppi á hótelherbergi í Tromsö eftir magnaðan dag. Við Brynjar bekkjarbróðir fengum að koma hingað á fund með kennaranum okkar í sambandið við námið.
Það er bara ótrúlegt að koma hingað og heyra raddir frumbyggja, heyra hvernig okkar lifnaðarhættir, okkar mengandi lifnaðarhættir eru að eyðileggja lifnaðarhætti fólks sem hefur alla tíð lifað í sátt við náttúruna og komið fram við hana af virðingu. Það er ósanngjarnt. Ég skal bæta mína lifnaðarhætti. Í alvörunni, hugsum hvað við erum að gera! Pikkið í mig, nei, skjótið mig í hendina, ef þig sjáið mig gera eitthvað algjörlega í tillitsleysi við náttúruna. Ég spái almennt ekkert í þetta... En það er kominn tími til.
Náttúran er svo mögnuð! Njótum hennar og göngum vel um hana. Njótum þess “litla”. Það eru svo mikil forréttindi að fá að læra, njótum þess. Njótum augnabliksins.
Og hjálpum bágstöddum svo þeir fái tækifæri til þess að njóta líka.
Ég á bókað eftir að eyða þessari færslu um leið og ég róast niður. En Olga í ham kveður að sinni.
Annars mæli ég með Háskólanum á Akureyri.
Hahaha :)
3 ummæli:
Ég er svo ánægð að eiga jafn svala vinkonu og þig. Go Olga!
Nei Olga! Ekki eyða henni...láttu mig alla vega vita áður svo ég geti copy-paste-að henni á mitt blogg
ÞVÍ ÞETTA ER EINS OG TALAÐ ÚT FRÁ MÍNU HJARTA
Og já...pirrandi þetta "5 ára barn" svipbrigði hjá fólki...hehe...láttu mig kannast við það ;)
Njóttu hamsins - hann getur verið drifkraftur góðra hluta :)
Og njóttu ferðalagsins, náttúrunnar og augnablikanna :D
Ég held ég væri nú lítið svöl ef ég ætti ekki svona svala vini ;)
+ held ég eyði færslunni bara ekki neitt. Hamurinn er ekkert að hverfa ;)
Skrifa ummæli