25 mars 2007

Tilgangur lífsins

Ég, um mig, frá mér, til mín,
mikið er ég sæt og fín.
Aumingjar mig engu skipta,
ekki skal ég putta lyfta.

Hús og bíl og hundrað skó,
hef sko ekki fengið nóg.
Glöð verð ekki fyrr en fæ
fullt af öll’á landi og sæ.

Út’í heimi hnátur gráta
hér er ég að skoð’og máta.
Matarskortur, malaría,
mega flott er sjalið nýja.

Markmiðinu mun ég ná
meiri pening skal ég fá.
Fram á dauðadag ég keppi
demantinn að lokum hreppi.

3 ummæli:

Ragga sagði...

Nákvæmlega.
Hefði ekki getað orðað þetta betur - hvað þá bundið það í svona flott ljóð/ádeilu.

Hafdis Sunna sagði...

Tu ert nu meiri snillinn:)

Eva sagði...

hahah ég held að lítill listamaður sé að springa út..hihihi ;)