22 mars 2007

Arg

Í dag er ég sár og leið og langar HEIM :(


En það þýðir víst ekki að væla – Hakuna matata!
Þið hafið kannski séð að ég bætti inn lögum hérna niðri hægramegin á síðuna... Ákvað að herma eftir Ragnheiði :)

Efsta lagið... Ooooh efsta lagið :) ótrúlega gaman að rekast á það! Augustin, sem Ísfirðingar þekkja kannski betur sem “appelsínugula manninn”, kenndi mér þetta lag. Þá fyrst uppgötvaði ég að “hakuna matata” væri ekki e-ð bull búið til af Disney, heldur væri swahili.

Svo var það í Panama í vor að við Eva hittum tvo stráka sem voru “atvinnuferðamenn”. Annar þeirra var pólskur og búinn að ferðast út um ALLT, og hafði m.a. dvalið í Kenya í nokkurn tíma. Ég spurði hann hvort hann kynni ekki swahili, og ég, Olga söngfugl, ákvað svo að synga lagið sem ég kunni.

Þá tók sá pólski undir... og þar með var sálufélaginn fundinn.

Eflaust er þetta lag sem allir á svæðinu kunna, en nei, sálufélagar, bókað! Reyndar var hann með eindæmum ófríður og að nálgast fertugt að ég held. En hvaða vitleysingur lætur slíkt stoppa sig.

7 ummæli:

Eva sagði...

hehe Þó sá pólski hafi verið ófríður með öllu þá var ferðafélaginn hans drop dead!!! Því er sko ekki hægt að neita!
en já þessi lög koma manni sko alveg í ferðagírinn..ahhaha

Nafnlaus sagði...

Og að hann hafi heitið Fabio! Hversu dREpfyndið!

Nafnlaus sagði...

"Ef þú ert súr vertu þá sætur, sjáðu í speglinum hvernig þú lætur... galdurinn er að geta brosað, geta í hláturböndin tosað, geta sungið hlegið endalaust". Jeahh... jeahh... knús og kremjur, sjáumst bráðum :)

Nafnlaus sagði...

Hæ.
Las þetta blogg í gær og hlustaði svo á Hakuna matata lagið. Horfði um kvöldið á gettu betur og þar var spurt um hvað það þýddi að vera nárúskur. Sá sem er frá smáeyjunni Nárú er nárúskur. Þegar ég var alveg að sofna fattaði ég hvernig ég kannaðist við Nárú, mundi nebbla eftir ritgerðinni sem þú skrifaðir e-n tímann um Nárú.

Allavega, mig dreymdi í nótt mjög fyndinn draum þar sem þetta tengdist allt, Augustin, Afríka, Nárú og fleira skemmtilegt.

Allt þér að þakka ;)

Nafnlaus sagði...

Trallalalala la lalalalala
Búin að vera með þetta lag á heilanum í allan dag.. og er sko ekkert súr ;) Takk! ;)

Dóróthea: NEI!!?? SNILLD Hahaha! Heilinn er svo stórmagnaður ;)

Hlakka til að sjá ykkur!

Nafnlaus sagði...

Haha! Þessi Afríkulög eru svo Olgu-leg! ;)

Sniðugt þetta Radio-blog...

Olga sagði...

Hehehe ;)

Já mér finnst þetta ferlega sniðugt - þurfti bara að herma! :)