19 desember 2007

Kastljós

"Þú getur ekkert verið að gagnrýna eitthvað sem er fullkomlega löglegt"

Jú vinur minn, það er hægt.

Tek það reyndar fram að ég fylgdist ekki með umræðunni sem fór fram í kvöld, en þessi eina setning stakk mig, illa.

Ég fór til Akureyrar á helginni og átti þessar ljómandi fínu stundir. Að skreppa til Akureyrar er farið að vera dálítið eins og að kíkja suður... svo fullt sem maður þarf að gera og margir að hitta að maður hefur varla tíma til að gera neitt, almennilega. Ég þess vegna sleppti því bara. Lá með fætur upp í loft heima hjá Óla og slappaði AF. Ég kem aftur í janúar og ætla þá að stoppa lengur... og mun þá vonandi hitta fleiri :)


Mjólk fyrir pabba fyrir lokun, ókei.

Sjáumst! :)

5 ummæli:

Eva sagði...

Hei skvís...
Verður að koma norður á meðan ég er enn hérna á landinu mín kæra...:)

Fer út aftur 9.jan...

Ragga sagði...

Ég styð það sem þú sagðir um þessa setningu! Þetta er ekki gæfulegur hugsanagangur hjá vininum :/

"á helginni"...hehe...get ekki að því gert að kíma aðeins ;) Ég skal samt ekki stríða þér neitt því þetta er örugglega fullkomlega eðlileg vestfirska, ekki satt? Samt fyndið :)

pant sjá þig í janúar :)

Nafnlaus sagði...

uuuu hvað með mig..ég er að hugsa um að hætta að vera vinur þinn...en ég sagði ég er að hugsa um það, sem þíðir þú getur enn haft áhrif á skoðun mína;o)

Nafnlaus sagði...

Eva, ég kemst því miður ekkert fyrir þann tíma :( vona að þú njótir þín alveg svakasvaka heima

Ragnheiður, já, við sjáumst sko í janúar, ekki spurning! :) haha og játs, þetta er sko fullkomlega rétt vestfirska ;)

Þura mín, ég vona að þú náir með tíð og tíma að fyrirgefa mér. Vona að þú hendir mér ekki út þegar ég kíki á þig í jan ;)

Nafnlaus sagði...

flatkökur
v.
flatbrauð