16 maí 2007

Að Engjavegi 11

Tími var kominn á að taka til í gömlu skóladóti, sortera og henda.

Ó mæ, er ég búin að skemmta mér VEL! ;D

Ég hef m.a. verið að skoða gamlar ritgerðir um hitt og þetta... Galíleó Galílei, Vatnsenda-Rósu, John Locke... Ýmis verkefni sem við Kristín gerðum saman t.d. um tvíburarannsóknir og "samskipti án orða". Allt saman ferlega áhugavert. Sérstaklega áhugaverðar finnst mér þó ritgerðir frá síðustu önnum menntaskólans, ein um trúarbrögð og ein um sígauna. Best af ÖLLUM er samt ritgerð um pýramída sem ég skrifaði 13 ára. Ég ætla að deila með ykkur inngangnum:

Inngangur
Ég valdi að skrifa um pýramídana, að sjálfsögðu, vegna þess að ég taldi að það væri léttast. Mér finnst þeir líka bara mjög flott fyrirbæri, og mig langar að fræðast meira um þá, líka vegna þess hvað það er ótrúlegt hvernig þeir gátu verið byggðir fyrir svona löngum tíma með svona lítilli tækni.
Ég hef verið í smá vandræðum að finna heimildir, vegna þess að svo fáar bækur voru inni á bókasafninu, en ég vona að sjálfsögðu að þetta hafi sloppið.



Í ritgerðinni notaði ég 2 heimildir, og undir heimildaskrána hafði ég skrifað með blýanti "ég hafði engan tíma til að gera footnote dótið".

Hahaha það er allavega gott að sjá að maður hefur eitthvað lært síðan ;)

05 maí 2007

Start spreading the news...

...I'm leaving today...

Fyrsti dagurinn minn í Háskólanum á Akureyri var í Þingvallarstræti. Ég man ég var í grænu hettupeysunni minni. Ég man líka að þegar ég labbaði heim eftir daginn, þá fékk ég svona “uppgötvunartilfinningu” (sjá fyrra blogg ;)) um að ég gæti gert hvað sem ég vildi. Dálítið undarlegt þar sem ég var þarna að binda mig í þriggja ára nám. En það auðvitað þýddi bara að ég hafði valið einn af þessum óendanlegu valkostum. Og ekki sé ég eftir því.

Ótrúlegt hvað margt getur breyst ... á bara 3 árum! Og góð tilfinning að sjá ekki eftir neinu heldur fljúga burt með fullt af góðum minningum og lærdóm... og BA-gráðu.

Lokaspretturinn er núna. Útskrift er 9. júní.
...og þá get ég gert hvað sem ég vil. Þá er bara að vinna sér inn pening og nota hugmyndaflugið.


Smá myndasería :)


Elsku svarta kortið


:)


Krullur ó krullur, hvert hafið þér farið?


Áfanginn "Rannsóknarverkefni II"


Hvað er betra en holl hreyfing í góðu veðri, hjólatúrar og fjallgöngur


Love is in the air...


Já, sko alveg fullt af ást!


Haha - aldrei leggja af stað í stórferðalag með einhverjum sem þið þekkið l ítið.


Ég verð svo gróflega að fara að fá mér hávaxnari vini



Mín ekki lengi að læra af Greenpeace!


Norge, Norge.



Hvað næst?