Ó mæ, er ég búin að skemmta mér VEL! ;D
Ég hef m.a. verið að skoða gamlar ritgerðir um hitt og þetta... Galíleó Galílei, Vatnsenda-Rósu, John Locke... Ýmis verkefni sem við Kristín gerðum saman t.d. um tvíburarannsóknir og "samskipti án orða". Allt saman ferlega áhugavert. Sérstaklega áhugaverðar finnst mér þó ritgerðir frá síðustu önnum menntaskólans, ein um trúarbrögð og ein um sígauna. Best af ÖLLUM er samt ritgerð um pýramída sem ég skrifaði 13 ára. Ég ætla að deila með ykkur inngangnum:
Inngangur
Ég valdi að skrifa um pýramídana, að sjálfsögðu, vegna þess að ég taldi að það væri léttast. Mér finnst þeir líka bara mjög flott fyrirbæri, og mig langar að fræðast meira um þá, líka vegna þess hvað það er ótrúlegt hvernig þeir gátu verið byggðir fyrir svona löngum tíma með svona lítilli tækni.
Ég hef verið í smá vandræðum að finna heimildir, vegna þess að svo fáar bækur voru inni á bókasafninu, en ég vona að sjálfsögðu að þetta hafi sloppið.
Í ritgerðinni notaði ég 2 heimildir, og undir heimildaskrána hafði ég skrifað með blýanti "ég hafði engan tíma til að gera footnote dótið".
Hahaha það er allavega gott að sjá að maður hefur eitthvað lært síðan ;)
Ég hef verið í smá vandræðum að finna heimildir, vegna þess að svo fáar bækur voru inni á bókasafninu, en ég vona að sjálfsögðu að þetta hafi sloppið.
Hahaha það er allavega gott að sjá að maður hefur eitthvað lært síðan ;)