
Bakarísfólkið mitt er yndislegt, ég fæ að stökkva í bakaríið þegar mig vantar vinnu og er þar bara þessa dagana. Frekar fyndið að enda þar aftur, en líka gaman. Fæ gott í kaffinu á hverjum degi.
Ég er ekki frá því að Íslendingar séu smám saman að læra mannasiði. Nánast hver einasti maður segir “takk” og jafnvel “takk kærlega”. Sérstaklega gaman er að afgreiða útlendinga. Fyrr í vikunni barst póstkort í bakaríið stílað:
Gamla bakaríð
To the blond hair woman who sold bread to three french guys Tuesday 12th
Ég afgreiddi einmitt þrjá, ferlega skemmtilega og kurteisa Frakka um daginn. Mig grunar að kortið sé ætlað til mín og brosi því breitt. Talandi um skemmtilega kúnna!
Það gæti samt auðvitað verið að bréfið sé til Ruthar...
Hmmm ;)
Nú ætla ég sko að njóta þess að vera heima! Ég ætla að njóta náttúrunnar og góða veðursins, tíma með elsku fólkinu mínu og svo ætla ég að lesa bækur, sem eru ekki skólabækur. Hafiði lesið einhverjar góðar bækur nýlega? Er með nokkrar á náttborðinu en vil endilega byrgja mig upp fyrir veturinn. Einhverjar sem þið mælið sérstaklega með?
Ég fékk annars ritsafn Þorsteins frá Hamri á útskriftinni. Þorsteinn fær að eiga hér lokaorðin.
Þrá
Að þú sért að skrifa
þessa státnu og stuttu hugleiðingu
hér við borðið
er blekking ein.
Þú ert allt annarsstaðar
með sól í fangi
og sumar í kringum þig.
Samt er eins og þar
sértu með bundið fyrir augun.
Draumur
Við liggjum í felum
og skjálfum af skorti
á sannindum;
finnum þau!
Fljúgum yfir nákvæmt kort af heiminum!
Skoðum útsýnið
þó ekki sé nema af teppi...
3 ummæli:
takk takk takk..já ég skal reyna að fara blogga fljótlega hilsen Þura
Góð mynd af ykkur feðgininum!
Haha! Póstkortið var pottþétt til þín! ;) En fyndið og skemmtilegt.
Þegar ég var að velja handa þér útskriftargjöf eyddi ég ö-a hálftíma í bókabúðinni því ég gat ekki valið hvaða bækur ég ætti að kaupa. Að lokum náði ég að þrengja valið niður í 4 bækur og úllendúllaði ;) Hinar tvær voru semsagt Sagan af Pí (Eftir e-n útlending) og bókin um kína-ferð Huldars Breiðfjörð (Kínmúrinn eða e-ð álíka hét hún). Hef hvoruga lesið en þær hljómuðu spennandi.
Að lokum: Kem vestur á fimmtudaginn og heimta hitting ;)
:) Það skaltu gera Þura mín.
Dóróthea: Já æætli það ekki ;) frakkinn skrifaði einmitt líka netfangið sitt, kannski líklegra að skilaboðin séu þá til þeirrar yngri ;) Man líka svo sérstaklega eftir þessum frökkum, algjör krútt, brostu hringinn yfir fegurðinni sem við búum í... nú og góðu þjónustunni í bakaríinu auðvitað *hóst*
Takk fyrir bókaábendingarnar, og bækurnar í gjöfinni auðvitað! ;) hlakka bara til að ráðast á náttborðið núna. Heyrðu og ég á víst bókina um kina-ferð Huldars Breiðfjörð! Var bara aldrei búin að lesa hana... eða klára hana.. nú tylli ég henni aftur á náttborðið með hinum :)
Hlakka til að sjá þig á helginni :D
Skrifa ummæli