05 febrúar 2007

Rétt/rangt? Eða bara fjölbreytt og skemmtilegt?

Evu og fleiri HA-ingum finnst ekki fallegt þegar ég segi "á helginni". Ég hef reynt að koma því til skila að ég sé ekki að tala vitlaust - ég tali eins og Vestfirðingur.

Nú er ég að velta fyrir mér...
Er rétt að segja "í vaskAnum"? Þetta heyrði ég Evu segja og hélt að nú væri hún aldeilis að bulla. Þessa stundina sit ég svo í eldhúsi HA í Þingvallastræti og hér blasir við mér þessi miði fyrir ofan vaskinn: "Vinsamlega þvoið upp, gleymið ekki vaskanum..."

Mér finnst líka alltaf athyglisvert að heyra hvaða kyn fólk setur á "kynlaus" orð eins og mig minnir að Hrönn hafi kallað þau, eins og djús, glassúr, jógúrt...

Nú verður orðabókin lesin fyrir svefninn í kvöld.

13 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Haha! Góðar pælingar!

Ég hef aldrei heyrt "vaskanum". Það hljómar hræðilega vitlaust!

"Á helginni" er hins vegar annað mál ;)

Og svo eru það kynlausu orðin... Ég segi "glossinn, jógúrtið og djúsinn" en veit um marga sem tala um "glossið og djúsið". Skrítið :)

Nafnlaus sagði...

Haha !!
Mig minnti einmitt að þú hafir verið búin að nefna gloss líka sem kynlaust orð, en svo hugsaði ég: neei, maður segir "glossið", það kemur ekkert annað til greina - og sleppti því að hafa það með í upptalningunni! ;)

Nafnlaus sagði...

ef þau mega segja vaskanum megum við segja á helginni

Nafnlaus sagði...

Já! Sammála Bríet!

:)

Eva sagði...

mig minnir að í fyrra hafi allt orðið brjálað þegar ég talaði um jógúrtina... Mér finnst almennt séð þessi hvorkyn orð ekki skera í eyrun en "á helginni" er bara hræðilegt!
og hana nú!

Eva sagði...

mig minnir að í fyrra hafi allt orðið brjálað þegar ég talaði um jógúrtina... Mér finnst almennt séð þessi hvorkyn orð ekki skera í eyrun en "á helginni" er bara hræðilegt!
og hana nú!

Nafnlaus sagði...

Horrorsmorror! Ég er allavega ósammála... Ég segi á helginni! Og hana nú :)

Heyrðu en jógúrtina já.. Ég held ég segi jógúrtið, en mamma notar kvk. Mamma er klár, svo ég skal ekkert setja út á það.

Nafnlaus sagði...

Ísfirðingar segja "á helginni" vegna þess að við lítum helgina sem eitthvað ástand en ekki eitthvað tímabil eins og flestir aðrir landsmenn.

Nafnlaus sagði...

hvaða voða vesen er þetta..þetta kallast mállýska og ekkert annað...:)Um helgina, á helginni, vaksa upp, þvo upp...allt saman rétt bara misjafnt eftir landshlutum..og hana nú!!

Nafnlaus sagði...

hvaða voða vesen er þetta..þetta kallast mállýska og ekkert annað...:)Um helgina, á helginni, vaksa upp, þvo upp...allt saman rétt bara misjafnt eftir landshlutum..og hana nú!!

Nafnlaus sagði...

:D gott að þetta kom tvisvar
Olga mín þú ert er æði:*

Ragga sagði...

Fór í smá "rannsóknarvinnu" (m.ö.o. googlaði) og fann þetta:

"Fyrir mér þýðir "um helgina" í kringum helgina, þ.e. dagarnir sitt hvorum megin við helgina. Ef við segjum "á helginni" eigum við við laugardag og sunnudag, ekki föstudag eða mánudag."

http://www.stykkisholmsposturinn.is/?i=19&f=12&o=91

Góð rök en hljómar samt ansi furðulega...þú verður að segja mér oftar hvað þú gerðir Á HELGINNI til þess að ég venjist því ;)

Nafnlaus sagði...

Helgin sem ástand ... verð að viðurkenna að ég hef ekki hugsað það þannig ;) en hljómar flott... Ég gæti sætt mig við það.

Hehe, og góð rannsóknarvinna Ragnheiður! Hér verð ég nú líka að viðurkenna að þó ég segi "á helginni" hugsa ég ekki um föstudag og mánudag þegar fólk segir "um helgina"... En mér líkaði vel við linkinn sem þú vitnar í, mjöög vel, mæli með því að fólk lesi þetta :D

Þó ég kannist ekki við ykkar skýringar á muninum hefur mér alltaf fundist eins og það væri merkingamunur á því að segja "á" og "um".. Get samt ekki með nokkru móti útskýrt það með skiljanlegum hætti.

Ps. Frábært hvað allir eru ákafir að koma kommentum til skila ;)(veit ekki af hverju kemur svona oft 2svar)