24 nóvember 2006

Beauty = pain?

Var að skila 40% heimaprófi í kynjafræði. Fjúff. Sá áfangi búinn!
Ég get hinsvegar ekki skilið við áfangann fyrr en ég fæ að tjá mig aðeins um viðfangsefni hans. Ég ætla núna að klæða mig í rauða sokka. Ég ætla að skíta yfir vestræn samfélög. Ég ætla að blóta fegurðarsamkeppnum.


Allir hafa heyrt að kynjaímyndir séu félagslega mótaðar... Einu sinni þóttu þybbnar konur fallegastar.

Við vitum öll að kynjaímyndir eru félagslega mótaðar. Samt látum við á hverjum degi eins og um sé að ræða staðreyndir.

Judith Butler talar um þetta, að ímyndir skapist í orðræðunni. Ákveðinni ímynd er varpað fram sem fólk svo hermir eftir. Endurtekningin skapar ímyndina og þróar hana. Á hverjum degi tökum við þátt í þessu ferli. Í hvert sinn sem ég set á mig maskara, í hvert sinn sem ég greiði á mér hárið... Í hvert sinn sem ég ákveð að þegja þegar mig langar mest að öskra, í hvert sinn sem ég ákveð að deila súkkulaði sem mig mest langar að borða allt sjálf. Ég er alltaf að reyna að uppfylla einhverja ímynd – ímynd um hvernig konur eiga að líta út, ímynd um hvað það sé að vera kurteis, ímynd um að fólk eigi almennt að vera kurteist. Maður er alltaf, meðvitað eða ómeðvitað, að leggja sig fram við að uppfylla einhverja félagslega mótaða ímynd.

Margar ímyndir eru góðar. Margar ímyndir eru umdeildar. Margar ímyndir eru einfaldlega slæmar.

Þær ríkjandi ímyndir í samfélaginu sem snúa að útliti kvenna (og svosem karla líka) tel ég vera langt í frá eðlilegar. Þegar ímyndirnar eru orðnar það ónáttúrulegar að konur svelta sig og fara í lýtaraðgerðir hægri vinstri til að reyna að falla að þessum ímyndum hlýtur eitthvað að vera að. Svo tökum við þátt í að viðhalda þessum fáránlegu ímyndum, Hví?! Svo ef þú vilt virkilega leggja þitt af mörkum, virkilega leggja þig fram við að viðhalda þessum óheilbrigðu ímyndum: taktu þátt í fegurðarsamkeppni!

(En æji, ég er ekkert að blóta þeim stelpum sem hafa tekið þátt í fegurðarsamkeppnum samt. Þær voru eflaust ekki að koma út úr 4 tíma kynjafræðitíma eða 2 sólahringa heimaprófi þegar þær skráðu sig til leiks. Án efa er þetta skemmtilegur félagsskapur + fyrir utan það hvað vinningarnir eru flottir. Fær ungfrú heimur ekki að ferðast út um allt og taka þátt í e-m þróunarverkefnum? Ekki segði ég nei við því).

Mér finnst það bara svo ógeðsleg kaldhæðni að fólk sé að deyja úr hungri í öðrum heimsálfum því það fær ekki mat. Hér fáum við nóg af mat og samt er fólk að deyja úr hungri. Allt út af keppninni við að ná tilbúinni ímynd, ímynd sem núna er langt frá því að vera náttúruleg.

Að hugsa sér að í heiminum er fólk sem þekkir ekki annað heldur en hungur, og hefur aldrei fengið að vita hvernig það er að vera fullsaddur af mat! Tilfinningu sem við öll finnum fyrir nánast á hverjum degi. Fólk sem veit ekki að til sé fólk í heiminum sem getur fengið eins mikið að borða eins og það getur í sig látið, meira að segja það mikið að það er að deyja úr sjúkdómum sem fylgja í kjölfar offitu. Ég hugsa að það geti heldur ekki ímyndað sér hver sé tilbúinn að neita sér um mat, fyrir það eitt að líta ,,vel" út (Eva Björk Heiðarsdóttir, 2006).

Eflaust segir einhver að ég sé bara bitur yfir að passa ekki lengur í Diesel gallabuxurnar mínar.

Ég segi samt að fólk ... Við, reynum að vera meðvitaðari um að við búum í félagslega sköpuðum heimi. Við munum alltaf vera að fylgja einhverjum tilbúnum ímyndum, en það erum við sem ráðum í hvaða átt þessar ímyndir þróast, hverjar þessar ímyndir verða. Við verðum að passa að þessar ímyndir séu heilbrigðar og góðar.

En þá er þessum áfanga lokið. Næsta blogg verður eflaust um Arctic social indicators, afbrotafræði, ferðamálafræði... Æji eða vonandi bara einhver smákökuuppskrift :)

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sammála sammála sammála. Það er alltaf svo gaman að lesa þegar þú skrifar e-ð svona. Þetta eru hlutir sem við pælum ekki nógu mikið í. Vá hvað ég væri frekar til í að vera í svona áfanga í staðinn fyrir stærðfræði...

Nafnlaus sagði...

;) til lukku með bloggið vinkvenna...

Eva sagði...
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
Eva sagði...

ahhahahhahaahhah
Já vá hvað ég er ótrúlega góð í tækninni..!!

en já, ég bara verð að segja að nú fyrst er maður orðinn frægur þegar það er farið að vitna í mann...ahhahah

En já, ég er ALGJÖRLEGA sammála þér, nú verður maður að reyna einbeita sér að því að breyta orðaræðu sinni og fá aðra með sér í lið. vera vakandi yfir því að taka ekki allt sem sjálfsagðan hlut og vera duglegur að horfa á allt með gagnrýnu hugarfari.
þessi áfangi var kom af stað algjörri vitundarvakningu hjá mér sem ég ætla sko að reyna nýta mér til þess að koma á jafnrétti í orði og á borði...!
Haleluja..!!!

Hafdis Sunna sagði...

Gaman að lesa pistilinn. Þú ættir vel heima í Danmörku, þar er helmingi minni útlitspressa en á t.d. Íslandi. Það er næs.

Nafnlaus sagði...

Æji nú verð ég aðeins að bæta við (af því pistillinn var ekki nógu langur fyrir): þó ég taki e-r alvarleg dæmi um lýtaraðgerðir og svelt þá á ég líka bara við hitt og þetta hversdagslegt. Eins og fróð vinkona mín benti á - hversu mUn skemmtilegra væri að eyða auka klukkustund í partíi heldur en að eyða þeim tíma í að máta dress og hafa sig til... Hversu mikill tími ætli fari í e-ð svona... Þegar maður liggur svo á dánarbeðinu, hvort ætli maður hugsi frekar um... góðu stundirnar með vinum og fjölskyldu... eða með sléttujárninu?

Ok, en annars er ég ekkert að halda því fram að maður megi aldrei hugsa um útlitið ;) hehe, en bara að vera meðvitaður um að maður er að styrkja e-a ímynd - ef maður er sáttur við þá ímynd þá just do it! :)

Aðal: :) + Gangi þér vel með stærðfræðina! :S

Þura: Takk ÞurA ;)

Eva: TÆKNIVÆDDA! Haha og já, ég er bara að búa tig undir það sem koma skal. Ég hugsaði líka að það gæti verið svolítið flott að vitna í sjónvarpsstjörnu.

Sunna: nú jæja, danirnir eru þá ágætir að einhverju leyti ;)

rocky_joon sagði...

hey, funny dog on the picture.....